Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 16:00 Mitch McConnel og Stephen Bannon. Vísir/Getty Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15
Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00
Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15