Ætla að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 21:36 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira