Fátækum fórnað á altari hinna ríku Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 14:00 Paul Ryan á góðri stund með öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/Getty Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira