Trump skaut Repúblikana í fótinn í fagnaðarlátunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 13:24 Donald Trump ásamt þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Repúblikanaflokksins, fögnuðu ákaft í gærkvöldi þegar öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Einhverjir Repúblikanar óttast þó að skattabreytingarnar myndu koma niður á þeim í kosningum á næsta ári. Frumvarpið er umdeilt og óvinsælt meðal kjósenda í Bandaríkjunum. Trump mun ekki skrifa undir lögin fyrr en mögulega á næsta ári. Breytingarnar hafa verið harðlegar gagnrýndar fyrir að hygla efnameiri íbúum Bandaríkjanna og fyrirtækjum á kostnað miðstéttarinnar. Þá er talið að milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingar sínar vegna frumvarpsins. Repúblikanar hafa þó ávalt haldið því fram að fyrst og fremst sé frumvarpinu ætlað að létta byrði miðstéttarinnar. Repúblikanar treysta á það að hið umdeilda og óvinsæla frumvarp bæti efnahag Bandaríkjanna með hröðum vexti, hærri launagreiðslum og mikilli fjölgun starfa. Þá telja þeir að breytingarnar muni fá fyrirtæki til að hætta að færa störf og hagnað til annarra landa. Á vef Politico segir að gangi það eftir gætu Repúblikanar komið vel út úr kosningum næsta árs og jafnvel tryggt Trump nýtt kjörtímabil árið 2020.Á hinn bóginn, ef breytingarnar leiða til þess sem gagnrýnendur segja að þær muni gera; auka fjárlagahalla ríkisins og setja peninga í vasa hinna ríku án þess að gera nokkuð fyrir miðstéttina, munu Demókratar geta beitt því gegn flokknum um árabil og mögulega með miklum áhrifum.Forsetinn talaði af sér Í fagnaðarlátunum í gær tókst Trump þó að hjálpa Demókrötum við að vopnvæða skattabreytingarnar fyrir komandi kosningar. Forsetinn viðurkenndi að framsetning Repúblikana á frumvarpinu hefði verið afvegaleiðandi. „Frumvarpið lækkar líka skatta á bandarísk fyrirtæki úr 35 prósentum alla leið niður í 21 prósent. Það er líklegast stærsti hluti þessar frumvarps,“ sagði Trump.President Trump says GOP tax plan will lower tax on businesses: “That's probably the biggest factor in this plan.” pic.twitter.com/ntTtnnD55b— MSNBC (@MSNBC) December 20, 2017 Þetta er þvert á það sem Repúblikanar hafa hingað til sagt um frumvarpið og nær því sem gagnrýnendur þess hafa sagt. Fyrst og fremst hafa Repúblikanar selt frumvarpið með áherslu að um skattaafslátt fyrir miðstéttina sé að ræða. „Allur tilgangur þessa er að lækka skatta á miðstéttina,“ sagði Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, til dæmis. Sara Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins sagði eitt sinn: „Fyrst og fremst, og í mestum forgangi, er miðstétt Bandaríkjanna.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nú á þriðjudaginn að tilgangur frumvarpsins væri að veita miðstéttinni afslátt á sköttum. Í frétt Washington Post segir að um sex af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins trúi því að frumvarpið hygli miðstéttina frekar en hina efnameiri. Þrátt fyrir að stærstu skattaafslættirnir til fyrirtækja og ríkra séu varanlegir á meðan afslættir til miðstéttarinnar séu tímabundnir.Óháðir sérfræðingar segja að um 80 prósent heimila muni greiða minni skatta á næsta ári en um fimm prósent muni greiða hærri skatta.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu aðilar sem þéna minna en 25 þúsund dali á ári greiða 60 dölum minna í skatta. Þeir sem þéna 49 til 86 þúsund dali munu greiða 900 dölum minna og þeir sem þéna meira en 733 þúsund dali munu greiða um 51 þúsund dölum minna. Þá segja sérfræðingar að breytingarnar muni auka skuldir ríkisins um 1,4 billjón dala á næstu tíu árum. Það er 1.400.000.000.000 dali. Til þess að takast á við það hafa Repúblikanar sagt að til standi að skera niður aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuBannaði bandamönnum að ræða sjúkratryggingar Trump sagði einnig í gær að með frumvarpinu væri mikilvægur hluti heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, sem gengur iðulega undir nafninu Obamacare, felldur niður. Forsetinn sagði að í rauninni hefðu Repúblikanar lækkað skatta og fellt niður Obamacare, sem þinginu mistókst fyrr á árinu, í einni andrá. Fellt tvo fugla með sama steininum. Hann bætti við að hann hefði skipað Repúblikönum að ræða þann hluta frumvarpsins alls ekki í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í gær. Trump sagðist hafa skipað bandamönnum sínum að „segja hinum fölsku fjölmiðlum ekkert, því ég vildi ekki að þeir töluðu mikið um það“.„Nú þegar það er búið að samþykkja frumvarpið, get ég sagt það.“Vopn í höndum DemókrataMeð ummælum sínum hefur Donald Trump fært Demókrötum verðmæta gjöf fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Demókratar munu geta haldið því yfir höfðinu á andstæðingum sínum að þeir hafi logið að kjósendum um tilgang skattafrumvarpsins og þeir hafi kostað fjölda fólks sjúkratryggingar sínar og haldið þá til ábyrgðar varðandi hvað koma mun fyrir sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15 Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Repúblikanaflokksins, fögnuðu ákaft í gærkvöldi þegar öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Einhverjir Repúblikanar óttast þó að skattabreytingarnar myndu koma niður á þeim í kosningum á næsta ári. Frumvarpið er umdeilt og óvinsælt meðal kjósenda í Bandaríkjunum. Trump mun ekki skrifa undir lögin fyrr en mögulega á næsta ári. Breytingarnar hafa verið harðlegar gagnrýndar fyrir að hygla efnameiri íbúum Bandaríkjanna og fyrirtækjum á kostnað miðstéttarinnar. Þá er talið að milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingar sínar vegna frumvarpsins. Repúblikanar hafa þó ávalt haldið því fram að fyrst og fremst sé frumvarpinu ætlað að létta byrði miðstéttarinnar. Repúblikanar treysta á það að hið umdeilda og óvinsæla frumvarp bæti efnahag Bandaríkjanna með hröðum vexti, hærri launagreiðslum og mikilli fjölgun starfa. Þá telja þeir að breytingarnar muni fá fyrirtæki til að hætta að færa störf og hagnað til annarra landa. Á vef Politico segir að gangi það eftir gætu Repúblikanar komið vel út úr kosningum næsta árs og jafnvel tryggt Trump nýtt kjörtímabil árið 2020.Á hinn bóginn, ef breytingarnar leiða til þess sem gagnrýnendur segja að þær muni gera; auka fjárlagahalla ríkisins og setja peninga í vasa hinna ríku án þess að gera nokkuð fyrir miðstéttina, munu Demókratar geta beitt því gegn flokknum um árabil og mögulega með miklum áhrifum.Forsetinn talaði af sér Í fagnaðarlátunum í gær tókst Trump þó að hjálpa Demókrötum við að vopnvæða skattabreytingarnar fyrir komandi kosningar. Forsetinn viðurkenndi að framsetning Repúblikana á frumvarpinu hefði verið afvegaleiðandi. „Frumvarpið lækkar líka skatta á bandarísk fyrirtæki úr 35 prósentum alla leið niður í 21 prósent. Það er líklegast stærsti hluti þessar frumvarps,“ sagði Trump.President Trump says GOP tax plan will lower tax on businesses: “That's probably the biggest factor in this plan.” pic.twitter.com/ntTtnnD55b— MSNBC (@MSNBC) December 20, 2017 Þetta er þvert á það sem Repúblikanar hafa hingað til sagt um frumvarpið og nær því sem gagnrýnendur þess hafa sagt. Fyrst og fremst hafa Repúblikanar selt frumvarpið með áherslu að um skattaafslátt fyrir miðstéttina sé að ræða. „Allur tilgangur þessa er að lækka skatta á miðstéttina,“ sagði Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, til dæmis. Sara Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins sagði eitt sinn: „Fyrst og fremst, og í mestum forgangi, er miðstétt Bandaríkjanna.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nú á þriðjudaginn að tilgangur frumvarpsins væri að veita miðstéttinni afslátt á sköttum. Í frétt Washington Post segir að um sex af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins trúi því að frumvarpið hygli miðstéttina frekar en hina efnameiri. Þrátt fyrir að stærstu skattaafslættirnir til fyrirtækja og ríkra séu varanlegir á meðan afslættir til miðstéttarinnar séu tímabundnir.Óháðir sérfræðingar segja að um 80 prósent heimila muni greiða minni skatta á næsta ári en um fimm prósent muni greiða hærri skatta.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu aðilar sem þéna minna en 25 þúsund dali á ári greiða 60 dölum minna í skatta. Þeir sem þéna 49 til 86 þúsund dali munu greiða 900 dölum minna og þeir sem þéna meira en 733 þúsund dali munu greiða um 51 þúsund dölum minna. Þá segja sérfræðingar að breytingarnar muni auka skuldir ríkisins um 1,4 billjón dala á næstu tíu árum. Það er 1.400.000.000.000 dali. Til þess að takast á við það hafa Repúblikanar sagt að til standi að skera niður aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuBannaði bandamönnum að ræða sjúkratryggingar Trump sagði einnig í gær að með frumvarpinu væri mikilvægur hluti heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, sem gengur iðulega undir nafninu Obamacare, felldur niður. Forsetinn sagði að í rauninni hefðu Repúblikanar lækkað skatta og fellt niður Obamacare, sem þinginu mistókst fyrr á árinu, í einni andrá. Fellt tvo fugla með sama steininum. Hann bætti við að hann hefði skipað Repúblikönum að ræða þann hluta frumvarpsins alls ekki í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í gær. Trump sagðist hafa skipað bandamönnum sínum að „segja hinum fölsku fjölmiðlum ekkert, því ég vildi ekki að þeir töluðu mikið um það“.„Nú þegar það er búið að samþykkja frumvarpið, get ég sagt það.“Vopn í höndum DemókrataMeð ummælum sínum hefur Donald Trump fært Demókrötum verðmæta gjöf fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Demókratar munu geta haldið því yfir höfðinu á andstæðingum sínum að þeir hafi logið að kjósendum um tilgang skattafrumvarpsins og þeir hafi kostað fjölda fólks sjúkratryggingar sínar og haldið þá til ábyrgðar varðandi hvað koma mun fyrir sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15 Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent