Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 13:16 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01
Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03
Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44