Gagnrýnanda Trump hafnað og „rasisti“ settur á lista Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 16:39 Corey Stewart, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeilarinnar. Vísir/GETTY Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira