Umhverfismál

Fréttamynd

Um­hverfis­vænir jóla­sveinar

Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna.

Skoðun
Fréttamynd

Uggandi yfir nýju fyrir­komu­lagi og kalla eftir skýrum að­gerðum

Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“

Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína.

Innlent
Fréttamynd

Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs

Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbærni og hámörkun hagnaðar

Almennt er litið svo á að hagsmunir hluthafa eigi að vera í forgangi við rekstur félaga og samkvæmt íslenskum lögum ber stjórn félags að tryggja þessa hagsmuni sem best. Önnur sjónarmið kunna að koma við sögu, svo sem jafnréttis- og umhverfissjónarmið, en hafa oft á tíðum þurft að lúta í lægra haldi fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar hluthafa.

Umræðan
Fréttamynd

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“

Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Innlent
Fréttamynd

Að stunda Kintsugi

Kintsugi er heiti yfir sérstaka japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi).

Skoðun
Fréttamynd

Græn­lendingar banna úran­vinnslu

Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn.

Erlent
Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Um stjórnar­myndun, ramma­á­ætlun og orku­skipti

Nú stendur yfir linnulaus virkjanaáróður í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Maður opnar varla dagblað eða kveikir á sjónvarpi án þess að rekast á viðtöl við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða forstjóra orkufyrirtækja um knýjandi þörf fyrir stórfelldar virkjanaframkvæmdir svo hægt verði að skipta bílaflotanum okkar yfir á rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldþrota stefna

Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Líkti heiminum við Bond bundinn við dóms­dags­tæki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það.

Erlent
Fréttamynd

Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína

Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt.

Erlent