Attenborough hvetur til aðgerða til þess að bjarga megi dýralífi jarðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:48 Rödd náttúrufræðingsins David Attenborough þekkja margir. Getty/David M. Benett Tilfinningaþrungið myndbrot úr þáttunum „Frozen Planet“ með David Attenborough hvetur fólk til þess að huga að áhrifum eigin tilveru á hlýnun jarðar og grípa í taumana áður en það verði of seint. David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan. Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53
Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53