Til varnar Hálendinu í krafti tóna Tryggvi Felixson skrifar 18. október 2022 09:00 Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun