Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:53 Dýrum hefur fækkað gríðarlega í heiminum öllum á undanförnum fimmtíu árum. Vísir/Vilhelm Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23
Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53