Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:53 Dýrum hefur fækkað gríðarlega í heiminum öllum á undanförnum fimmtíu árum. Vísir/Vilhelm Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23
Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53