Sigursteinn Másson Dæmalaust mál „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Skoðun 19.12.2024 14:31 Ökuskírteini á hval Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Skoðun 27.10.2024 07:44 Hvenær brýtur maður lög? Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Skoðun 8.1.2024 14:31 Sök bítur... Í rúman aldarfjórðung hef ég fjallað um hegðun fólks við mismunandi kringumstæður. Þótt ég sé búinn að koma að gerð samtals hátt í hundrað sakamálaþátta fyrir sjónvarp og hljóðbókaveituna Storytel þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um sakamál út af fyrir sig. Það sem heillar mig er annars vegar að reyna að skilja gjörðir fólks og viðbrögð við sérstakar aðstæður og hins vegar að rýna í tiltekin smáatriði sem stundum reynast skipta meira máli en virðist í fljótu bragði. Skoðun 5.6.2023 08:00 Að skjóta sig í stóru tána Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög. Skoðun 16.5.2023 15:00 Stjórnmál náttúrunnar Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Skoðun 28.10.2016 14:06 Er sami rassinn undir þeim öllum? Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Skoðun 10.10.2016 10:00 Vingjarnlegir veitingastaðir Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Skoðun 26.8.2013 08:45 Já, til hvers? Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Skoðun 25.7.2013 07:00 Besta afmælisgjöfin Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um Skoðun 4.5.2011 06:00 Af geðveiki og vangefni Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Skoðun 30.9.2010 06:00 Færi á allsherjaruppstokkun Fyrir skemmstu gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við stöðu og stjórnun á málefnum fatlaðra. Geðhjálp tekur undir þá gagnrýni og sérstaklega það að stefnumótun og eftirlit með þjónustunni hefur verið í ólestri. Aðgreining ráðuneyta velferðarmála í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti hefur lengi verið þyrnir í augum Geðhjálpar og höfum við lagt áherslu á að geðheilbrigðismál eru og verða ætíð heilbrigðis- og félagsmál sem líta verði heildstætt á. Þessi aðgreining er án efa stór hluti ástæðunnar fyrir því að svo er komið sem raun ber vitni og skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar ljósi á. Þegar stefnan er óskýr, ábyrgð og stjórnun sömuleiðis er ekki von á góðu. Ráðuneytin hafa löngum kastað málefnum fatlaðra á milli sín eins og heitri kartöflu í því skyni að losna við kostnað. Þar að auki hefur verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verið óskýr. Sameinað velferðarráðuneyti getur og verður að breyta þessu. Geðhjálp styður einnig flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Málefni fatlaðra eiga heima sem hluti nærþjónustunnar rétt eins og þjónusta við aðra íbúa sveitarfélaganna. Þetta er grundvallaratriði og brýnt að hugmyndafræðin á bak við yfirfrærsluna sé á hreinu. Þess vegna er það áhyggjuefni að ekki liggi fyrir skýrt markmið stjórnvalda með yfirfærslunni eins og Ríkisendurskoðun bendir á. Skoðun 10.9.2010 17:11 Ný og virkari velferð Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Skoðun 10.12.2009 06:00 Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir Á dögunum hélt Sheila Riddel, prófessor við Edinborgarháskóla, erindi á málstofu í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um aðgengi fatlaðra að háskólanámi í Bretlandi. Hlutfall fatlaðra í háskólanámi á Íslandi hefur lengst af verið lágt og hefur slæmt aðgengi og skortur á stuðningi háð þeim í náminu. Skoðun 1.10.2009 06:00 Að meta fatlaða að verðleikum Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Skoðun 19.9.2009 06:00
Dæmalaust mál „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Skoðun 19.12.2024 14:31
Ökuskírteini á hval Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Skoðun 27.10.2024 07:44
Hvenær brýtur maður lög? Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Skoðun 8.1.2024 14:31
Sök bítur... Í rúman aldarfjórðung hef ég fjallað um hegðun fólks við mismunandi kringumstæður. Þótt ég sé búinn að koma að gerð samtals hátt í hundrað sakamálaþátta fyrir sjónvarp og hljóðbókaveituna Storytel þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um sakamál út af fyrir sig. Það sem heillar mig er annars vegar að reyna að skilja gjörðir fólks og viðbrögð við sérstakar aðstæður og hins vegar að rýna í tiltekin smáatriði sem stundum reynast skipta meira máli en virðist í fljótu bragði. Skoðun 5.6.2023 08:00
Að skjóta sig í stóru tána Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög. Skoðun 16.5.2023 15:00
Stjórnmál náttúrunnar Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Skoðun 28.10.2016 14:06
Er sami rassinn undir þeim öllum? Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Skoðun 10.10.2016 10:00
Vingjarnlegir veitingastaðir Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Skoðun 26.8.2013 08:45
Já, til hvers? Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Skoðun 25.7.2013 07:00
Besta afmælisgjöfin Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um Skoðun 4.5.2011 06:00
Af geðveiki og vangefni Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Skoðun 30.9.2010 06:00
Færi á allsherjaruppstokkun Fyrir skemmstu gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við stöðu og stjórnun á málefnum fatlaðra. Geðhjálp tekur undir þá gagnrýni og sérstaklega það að stefnumótun og eftirlit með þjónustunni hefur verið í ólestri. Aðgreining ráðuneyta velferðarmála í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti hefur lengi verið þyrnir í augum Geðhjálpar og höfum við lagt áherslu á að geðheilbrigðismál eru og verða ætíð heilbrigðis- og félagsmál sem líta verði heildstætt á. Þessi aðgreining er án efa stór hluti ástæðunnar fyrir því að svo er komið sem raun ber vitni og skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar ljósi á. Þegar stefnan er óskýr, ábyrgð og stjórnun sömuleiðis er ekki von á góðu. Ráðuneytin hafa löngum kastað málefnum fatlaðra á milli sín eins og heitri kartöflu í því skyni að losna við kostnað. Þar að auki hefur verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verið óskýr. Sameinað velferðarráðuneyti getur og verður að breyta þessu. Geðhjálp styður einnig flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Málefni fatlaðra eiga heima sem hluti nærþjónustunnar rétt eins og þjónusta við aðra íbúa sveitarfélaganna. Þetta er grundvallaratriði og brýnt að hugmyndafræðin á bak við yfirfrærsluna sé á hreinu. Þess vegna er það áhyggjuefni að ekki liggi fyrir skýrt markmið stjórnvalda með yfirfærslunni eins og Ríkisendurskoðun bendir á. Skoðun 10.9.2010 17:11
Ný og virkari velferð Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Skoðun 10.12.2009 06:00
Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir Á dögunum hélt Sheila Riddel, prófessor við Edinborgarháskóla, erindi á málstofu í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um aðgengi fatlaðra að háskólanámi í Bretlandi. Hlutfall fatlaðra í háskólanámi á Íslandi hefur lengst af verið lágt og hefur slæmt aðgengi og skortur á stuðningi háð þeim í náminu. Skoðun 1.10.2009 06:00
Að meta fatlaða að verðleikum Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Skoðun 19.9.2009 06:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent