Vingjarnlegir veitingastaðir Sigursteinn Másson og Rannveig Grétarsdóttir skrifar 26. ágúst 2013 08:45 Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun