Af geðveiki og vangefni 30. september 2010 06:00 Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun