Stjórnmál náttúrunnar Sigursteinn Másson skrifar 28. október 2016 14:06 Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun