Stjórnmál náttúrunnar Sigursteinn Másson skrifar 28. október 2016 14:06 Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun