Er sami rassinn undir þeim öllum? Sigursteinn Másson skrifar 10. október 2016 10:00 Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar