Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Fréttamynd

Hryðju­verka­á­kærunni aftur vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara

Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­lög­reglu­stjóri hótar héraðs­dómi

Í gærkvöldi rakst ég á frétt á mbl.is með fyrirsögninni „Hættustigið gæti lækkað með sakfellingu”. Í fréttinni er haft eftir yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra að ef tveir tilteknir menn í ákveðnu sakamáli, sem er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, verði sakfelldir fyrir hryðverkjuverk þá gæti hættustig vegna hryðjuverka lækkað á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Sendu hjarta­hlý skila­boð eftir meinta skipu­lagningu hryðju­verka

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“

Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Hryðju­verka­draum­órar raktir ítar­lega í nýrri á­kæru

Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik.

Innlent
Fréttamynd

Ný á­kæra í hryðju­verka­málinu

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Frá­vísun í hryðju­verka­málinu stað­fest með minnsta mun

Landsréttur hefur staðfest frávísun á þeim köflum ákæru á hendur tveimur karlmönnum á þrítugsaldri er fjallar um hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Tveir dómarar Landsréttar vildu staðfesta frávísun úr héraðsdómi en einn vildi fella úrskurðinn úr héraði úr gildi. Héraðssaksóknari hefur þrjá mánuði til að gefa út nýja ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Kæra úr­skurð héraðs­dóms í hryðju­verka­málinu

Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. 

Innlent
Fréttamynd

Hryðju­verka­á­kæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök á­kæru­valdsins haldi ekki

Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 

Innlent
Fréttamynd

Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu

Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðju­verkalið frá

Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum.

Innlent
Fréttamynd

Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir.

Innlent
Fréttamynd

Sak­­borningur í hryðju­­­verka­­­málinu: Yfir­lýstur nas­isti sem finnst hommar fá of mikið pláss

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“

Innlent
Fréttamynd

„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 

Innlent
Fréttamynd

Völdu að greina al­menningi ekki strax frá hækkun við­búnar­stigs

Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Innlent
Fréttamynd

Telur ríkis­lög­reglu­stjóra hafa gert sögu­leg mis­tök

Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­haldi yfir mönnum í hryðju­verka­máli hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. 

Innlent