Telja að dómarinn sé vanhæfur Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 11:06 Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. „Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40