„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Ólafur Björn Sverrisson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 18:58 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
„Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57