Belgíski boltinn

Fréttamynd

Elísa­bet tekin við Belgum

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjórnar­mennirnir gátu ekki horft í augun á Frey

Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissi hvað ég var að fara út í“

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Diljá með þrennu í bikarsigri

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði þrennu þegar Leuven vann stórsigur á Olsa Brakel, 1-6, í átta liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni

Eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sneri Albert Guðmundsson aftur í lið Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Empoli, 3-4, eftir vítaspyrnukeppni í ítölsku bikarkeppninni í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr segir um­mæli sín tekin úr sam­hengi

Freyr Alexanders­son, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að um­mæli sín um mark­vörðinn Mads Kik­ken­borg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyng­by, hafi verið tekin úr sam­hengi en sá síðar­nefndi skipti yfir til Ander­lecht í Belgíu í upp­hafi árs. Freyr segir sam­band sitt og Kik­ken­borg mjög gott.

Fótbolti
Fréttamynd

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri skoraði fyrir slaginn við Chelsea

Tveggja mánaða bið eftir marki lauk hjá framherjanum stæðilega Andra Lucasi Guðjohnsen í dag þegar hann gerði þriðja mark Gent í 3-0 sigri gegn OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi.

Fótbolti