Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 10:31 Freyr Alexandersson þjálfari KV Kortrijk Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“ Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Enski boltinn Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Sport Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Sjá meira
Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“
Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Enski boltinn Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Sport Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Sjá meira