Fótbolti

Diljá með þrennu í bikarsigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diljá Ýr Zomers var í stuði í dag.
Diljá Ýr Zomers var í stuði í dag. vísir/anton

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði þrennu þegar Leuven vann stórsigur á Olsa Brakel, 1-6, í átta liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í dag.

Leuven komst yfir með sjálfsmarki á 14. mínútu. Diljá skoraði svo tvö mörk með þriggja mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleik.

Hún fullkomnaði svo þrennuna þegar hún skoraði fjórða mark Leuven stundarfjórðungi fyrir leikslok. Gestirnir bættu síðan tveimur mörkum við undir lokin og 1-6 stórsigur þeirra staðreynd.

Diljá hefur farið mikinn með Leuven síðan hún kom til liðsins frá Norrköping sumarið 2023 og skorað grimmt.

Leuven er með tveggja stiga forskot á toppi belgísku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×