Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Ís­land á meðal efstu liða í spám veð­banka fyrir EM

Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópu­mótinu í hand­bolta eru spár veð­banka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýska­landi í þetta sinn og er Ís­land á meðal þátt­töku­þjóða.

Handbolti
Fréttamynd

Besta byrjun lands­liðs­þjálfara í 59 ár

Snorri Steinn Guðjónsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tveimur leikjum í Laugardalshöllinni um helgina. Niðurstaðan var betri en við höfum séð í frumraun landsliðsþjálfara í næstum því sex áratugi.

Handbolti
Fréttamynd

„Við verðum að nýta tímann vel“

Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnús­son, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðsla­tíma­bil og nálgast nú hrað­byri topp­form. Hann verður í eld­línunni með ís­lenska lands­liðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs lands­liðs­þjálfara, Snorra Steins Guð­jóns­sonar gegn Fær­eyjum.

Handbolti
Fréttamynd

Nýr kafli hefst form­lega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“

Snorri Steinn Guð­jóns­son snýr í kvöld aftur í Laugar­dals­höll með ís­lenska lands­liðinu í hand­bolta en nú í allt öðru hlut­verki sem lands­liðs­þjálfari. Það er í kvöld sem ís­lenska lands­liðið hefur form­lega veg­ferð sína undir stjórn hins nýja lands­liðs­þjálfara er Fær­eyingar mæta í heim­sókn. Snorri er á­nægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik.

Handbolti
Fréttamynd

Kú­vending á raunum Viggós sem gæti leikið með lands­liðinu

Svo gæti vel verið að Viggó Kristjáns­son, leik­maður Leipzig, geti beitt sér í komandi lands­leikjum ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikil­vægir þessir leikir eru upp á fram­haldið hjá ís­lenska lands­liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó hefur verið að spila meiddur

Viggó Kristjáns­son mun ekki geta tekið þátt í komandi tveimur æfingar­leikjum ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta gegn Fær­eyjum síðar í vikunni. Viggó, sem hefur farið á kostum í þýsku úr­vals­deildinni undan­farið, hefur verið að spila meiddur undan­farnar þrjár vikur.

Handbolti
Fréttamynd

„Standið á mér er frábært“

„Það er yndislegt að vera kominn til baka. Þetta hefur verið allt of langur tími,“ segir landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður Kielce, á landsliðsæfingu íslenska landsliðsins í handbolta.

Sport
Fréttamynd

„Gaman að hitta þá loksins“

Snorri Steinn Guðjónsson fékk í dag loks að halda æfingu hjá A-landsliði karla í handbolta eftir að hafa tekið við þjálfarastarfinu 1. júní síðastliðinn. Hann er spenntur fyrir framhaldinu.

Handbolti