Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson gagnrýndi landsliðsþjálfarann eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta en Snorri Steinn Guðjónsson segir að þeir hafi rætt málin eftir viðtalið og að málið sé úr sögunni. Vísir/Vilhelm Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira