Handbolti

Mynda­syrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu

Runólfur Trausti Þórhallsson og Vilhelm Gunnarsson skrifa
Vel mætt í stúkuna.
Vel mætt í stúkuna. Vísir/Vilhelm

Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik.

Tapið gegn Króatíu, og sigur Króatíu á Slóveníu í dag, þýðir að strákarnir okkar eru ekki á leið í 8-liða úrslit mótsins. Það var þó vel mætt á leik dagsins og ljóst að fólk skemmti sér frábærlega. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og myndaði það sem fram fór innan vallar sem utan. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Áfram Ísland.Vísir/Vilhelm
Teitur Örn Einarsson í leik dagsins.Vísir/Vilhelm
Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Vilhelm
Einar Þorsteinn Ólafsson stekkur inn.Vísir/Vilhelm
Stuðningurinn er mikilvægur.Vísir/Vilhelm
Mættur í sínu fínasta pússi.Vísir/Vilhelm
Stúkan var blá.Vísir/Vilhelm
Mikið fjör, mikið gaman.Vísir/Vilhelm
Öll í bláu.Vísir/Vilhelm
Þorsteinn Leó Gunnarsson.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Stiven Tobar Valencia og Elvar Örn Jónsson.Vísir/Vilhelm
Verður bras að ná þessu úr skegginu.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson og fjölskylda.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson var enn og aftur valinn besti maður vallarins.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli og frú að leik loknum.Vísir/Vilhelm
Félag örvhentra sátt.Vísir/Vilhelm
Aron Pálmarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson.Vísir/Vilhelm
Ástin blómstraði.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×