Handbolti

Guð­mundur hefur trú á Slóveníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur þungt hugsi er hann var þjálfari Íslands.
Guðmundur þungt hugsi er hann var þjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Eftir sigurinn á Argentínu fyrr í dag þarf Ísland að bíða eftir að leik Króatíu og Slóveníu ljúki til að sjá hvort sæti í 8-liða úrslitum HM bíði eður ei. Strákarnir okkar virðast ekki hafa mikla trú á Slóveníu en það hefur Guðmundur.

Guðmundur ræddi við danska miðilinn TV2. Þar sagðist hann hafa trú á Slóveníu þar sem Króatía hefði ekki spilað frábærlega í öllum leikjum sínum á mótinu.

„Að mínu mati spiluðu þeir ekki það vel í síðari hálfleik gegn Íslandi. Þeir voru átta mörkum yfir en síðari hálfleikur var ekki sá besti. Þá voru þeir slakir gegn Egyptalandi.“

Guðmundur segir að Slóvenar eigi sinn besta leik geti þeir vel náð í eitt stig eða tvö. Svo má ekki að gleyma um er að ræða uppgjör tveggja nágrannaþjóða en það skiptir miklu máli í leik sem þessum sagði landsliðsþjálfarinn fyrrverandi einnig í viðtali sínu við TV2.

Leikur Króatíu og Slóveníu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×