Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr

Arnór Sigurðs­son, leik­maður Black­burn Rovers, viður­kennir að undan­farnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skaga­maðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólsku­legri tæk­lingu í mikil­vægum leik Ís­lands og Ísrael á dögunum. Tæk­ling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tíma­bilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beðið niður­stöðu varðandi meiðsli Svein­dísar: „Brotið hart og ljótt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta er heilt fyrir sáttur með frammi­stöðu liðsins í fyrri hálf­leik í 3-1 tapi gegn Þýska­landi í undan­keppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Svein­dís Jane fór meidd af velli eftir fólsku­legt brot og segir Þor­steinn að beðið sé eftir niður­stöðu um það hversu al­var­leg meiðslin séu í raun og veru.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir von á mikil­vægum til­boðum í Albert

Fé­lags­skipta­sér­fræðingurinn Fabrizio Roma­no segir frá því í morgun í færslu á sam­fé­lags­miðlinum X að for­ráða­menn Genoa búist við nokkrum til­boðum frá öðrum fé­lögum í ís­lenska lands­liðs­manninn Albert Guð­munds­son, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með ís­lenska lands­liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge Hareide: Framtíðin er björt

„Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum svo ó­geðs­lega ná­lægt þessu“

„Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir eftir að hafa tapað svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um það að þurfa að mæta í viðtal eftir grátlegt tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann var alltaf mættur“

Jón Dagur Þorsteinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Íslands gegn Úkraínu. Hann sagði tapið það erfiðasta á hans ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“

Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Engin inn­stæða í Tékk­landi

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri beið afhroð í Tékklandi þar sem það mætti heimamönnum í undankeppni EM 2025 í knattspyrnu. Lokatölur 4-1 Tékkum í vil.

Fótbolti