Undir 17 ára landsliðið tapaði 2-1 gegn Belgíu í öðrum leik sínum í seinni umferð undankeppni EM. Með úrslitunum er ljóst að Ísland kemst ekki áfram í lokakeppnina.
Egill Arnarsson skoraði mark Íslands og jafnaði leikinn eftir að August De Wannemacker hafði komið Belgum yfir en Nathan De Cat setti síðan sigurmarkið á 83. mínútu.

Undir 19 ára landsliðið tapaði 3-1 gegn Austurríki í öðrum leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2025 og líkt hjá 17 ára landsliðinu er nú ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina.
Daði Berg Jónsson, leikmaður Vestra á láni frá Víkingi, skoraði mark Íslands á 45. mínútu.