„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 21:01 Sverrir segir frammistöðu mikilvægari en sigur í einvíginu. stöð 2 sport Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira