Nágrannadeilur

Fréttamynd

„Salómons­dómur“ borgarinnar er að stækka einka­lóðir í Vestur­bæ

Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár

Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála.

Innlent
Fréttamynd

Njála dómsgagn í nágrannadeilu

Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn

Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kvörtun til Persónuverndar varpar ljósi á hatrammar nágrannadeilur

Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.

Innlent
Fréttamynd

Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta

Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali.

Innlent