Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 "Hanarnir sjá um að koma hænunum inn og hafa röð og reglu á þeim,“ segir Kristján Ingi Jónsson sem hefur ekki gefist upp. vísir/vilhelm Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira