Lengjudeild kvenna

Fréttamynd

Hristov hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Todor Hristov er hættur með kvennalið ÍBV í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyjamönnum en þar segir að Hristov muni áfram starfa hjá félaginu en hann verður þjálfari 2.flokks karla.

Sport
Fréttamynd

Sif Atla­dóttir leggur skóna á hilluna

Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum

Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Sport