Íslenski boltinn

Kefla­vík og Aftur­eldingu spáð sigri í Lengjudeildunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samkvæmt spánni mun Keflavík fagna oft í sumar.
Samkvæmt spánni mun Keflavík fagna oft í sumar. vísir/hulda margrét

Það styttist í að boltinn byrji að rúlla í Lengjudeildunum í knattspyrnu og í dag fór kynningarfundur deildanna fram.

Því er spáð í Lengjudeild karla að Keflavík vinni deildina og fljúgi upp. Aftureldingu er svo spáð öðru sæti en Mosfellingar voru nálægt því að komast upp síðasta sumar.

Það er aftur á móti spáð þungu sumri á Dalvík sem og í neðra Breiðholti.

Kvennamegin er því spáð að Afturelding vinni deildina og því útlit fyrir skemmtilegt fótboltasumar hjá báðum liðum félagsins.

Að sama skapi stefnir í þungt sumar hjá liðum ÍR því kvennaliði félagsins er spáð neðsta sæti.

Lengjudeild karla hefst á morgun með leik Grindavíkur og Fjölnis en Lengjudeild kvenna hefst á sunnudag með tveimur leikjum.

Lengjudeild karla:

  1. Keflavík
  2. Afturelding
  3. Þór
  4. Grindavík
  5. ÍBV
  6. Fjölnir
  7. Leiknir R.
  8. Þróttur R.
  9. Grótta
  10. Njarðvík
  11. ÍR
  12. Dalvík/Reynir

Lengjudeild kvenna:

  1. Afturelding
  2. ÍBV
  3. Fram
  4. Grindavík
  5. HK
  6. FHL
  7. Selfoss
  8. Grótta
  9. ÍA
  10. ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×