Birta Georgsdóttir kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir snéri leiknum við með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Það fyrra kom á 35. mínútu en það síðara á 44. mínútu.
Amanda Jacobsen Andradóttir kom Val í 3-1 í upphafi seinni hálfleiks en Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir minnkaði muninn sautján mínútum fyrir leikslok.
Valskonur unnu alla fimm leiki sína í riðlinum og það með markatölunni 19-3. Bæði liðin eru hins vegar komin áfram í undanúrslit keppninnar.
Guðrún Elísabet og Amanda eru báðar búnar að skora fimm mörk í keppninni.