„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:31 Magnús Örn, fyrir miðju. Grótta „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira