Þórarinn Hjartarson

Fréttamynd

Akademískur um­boðs­brestur

Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér.

Skoðun
Fréttamynd

Lífskjarasamningarnir voru klúður

Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár klemmur ríkis­stjórnarinnar

Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar standa ekki gegn hatri

Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg.

Skoðun
Fréttamynd

Woke fyrir heimilið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki vera ras­isti á Hrekkja­vökunni

Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað gerði Sölvi Tryggva?

Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum.

Skoðun
Fréttamynd

Hentifræði eru tímasóun

Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvarðanir Seðla­bankans eru megin­á­stæða hús­næðis­kreppunnar

Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðræðisseggurinn

Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi og Hot Fuzz

Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ.

Skoðun
Fréttamynd

Ef að Twitter væri partí

Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Vestræn gildi

Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Umburðarlynda bleyðan

Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna.

Skoðun
Fréttamynd

Öfgar

Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik.

Skoðun
Fréttamynd

Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar

Fjölmiðlar sinna gæsluhlutverki gagnvart ríkisvaldinu. Hlaðvörp gera það ekki. Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar. Að telja að svo sé lýsir því miður viðtekinni skoðun og viðhorfi ríkisins til fjölmiðla. Hlaðvörp eru líkari skoðanapistli heldur en fjölmiðli. Að kalla hlaðvörp fjölmiðil gerir því lítið úr fjölmiðlum og er atlaga að tjáningarfrelsi almennra borgara.

Umræðan
Fréttamynd

Dóm­stóll tæki­færanna

Það búa þrennskonar einstaklingar í íslensku samfélagi. Þeir sem eru okkur sammála, þeir sem eiga eftir að verða okkur sammála og þeir sem eru vondir. Markmið okkar eru svo göfug að tilgangurinn helgar meðalið, sama hvert það meðal er.

Skoðun
Fréttamynd

Hatur­s­orð­ræða er ekki til

Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til.

Skoðun
Fréttamynd

Meðvirkni og ófyrirsjáanleiki

Ein grundvallarforsenda laga í réttarríki er fyrirsjáanleiki. Borgarar eiga að geta gengið að lögunum vísum og að þeim sé ekki breytt eftir geðþótta stjórnmálamanna með litlum fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir skuldar þér ekki af­sökunar­beiðni

Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við að fyrir­gefa við­mælendum Sölva Tryggva?

Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Við verðum að þora að aðgreina samfélagshópa

Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Sið­menntað fólk pissar ekki úti

Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks.

Skoðun