Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Þórarinn Hjartarson skrifar 19. júní 2021 11:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Þórarinn Hjartarson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun