Vestræn gildi Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2022 09:30 Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun