Ertu aktívisti eða andstæðingur? Þú skuldar mér afstöðu Þórarinn Hjartarson skrifar 9. júlí 2021 15:31 Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar