Ertu aktívisti eða andstæðingur? Þú skuldar mér afstöðu Þórarinn Hjartarson skrifar 9. júlí 2021 15:31 Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar