Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 26. júlí 2021 14:01 Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun