Hatursorðræða er ekki til Þórarinn Hjartarson skrifar 20. október 2021 11:01 Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun