Sambandsdeild Evrópu Þýska toppliðið marði sigur og lærisveinar Mourinho töpuðu Evrópudeild UEFA í knattspyrnu hófst í kvöld með heilli umferð, en alls fóru 16 leikir fram. Þýska toppliðið Freiburg vann nauman 2-1 sigur gegn Qarabag frá Aserbaídsjan á meðan lærisveinar Jose Mourinho í Roma töpuðu 2-1 gegn Ludogorets Razgrad. Fótbolti 8.9.2022 21:19 Stefán Teitur og félagar hófu Sambandsdeildina á tapi Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg þurftu að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Anderlect til Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8.9.2022 18:36 Stefán Teitur mætir West Ham | Vaduz á möguleika Dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú rétt eftir hádegi. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg fara til Lundúna og mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United. Þá fer Björn Bergmann Sigurðarson til Írlands. Fótbolti 26.8.2022 12:15 Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Fótbolti 26.8.2022 07:32 Íslendingalið Viking úr leik eftir grátlegt tap Íslendingalið Viking frá Noregi missti af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu er liðið tapaði 1-3 á heimavelli gegn rúmenska liðinu FCSB í kvöld. Viking vann fyrri leik liðanna 2-1, en gestirnir frá Rúmeníu tryggðu sér samanlagðan 4-3 sigur með marki í uppbótartíma í kvöld. Fótbolti 25.8.2022 19:04 Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18.8.2022 20:26 Tveir leikmenn geta ekki spilað gegn West Ham vegna Brexit Viborg verður án tveggja leikmanna fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en þeir fá ekki landvistarleyfi fyrir ferðalaginu til Englands. Fótbolti 18.8.2022 07:01 „Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. Fótbolti 13.8.2022 09:00 Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Íslenski boltinn 12.8.2022 12:30 Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 11.8.2022 23:16 Umfjöllun: Lech Poznan - Víkingur 4-1 | Ýttu þeim pólsku út á ystu nöf Víkingur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 4-1 tap fyrir Lech Poznan í framlengdum seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í kvöld. Póllandsmeistararnir unnu einvígið, 4-2 samanlagt, og Evrópuævintýri Íslands- og bikarmeistaranna er því lokið eftir átta leiki og frábæra frammistöðu. Fótbolti 11.8.2022 17:46 Patrik Sigurður varði víti er Viking fór áfram í Evrópu Norska knattspyrnuliðið Viking er komið áfram í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Sligo Rovers frá Írlandi. Það kom ekki að sök þar sem Viking vann fyrri leik liðanna 5-1 í Noregi. Fótbolti 11.8.2022 21:30 Umfjöllun: İstanbul Başakşehir-Breiðablik 3-0 | Tyrkneska liðið of stór biti fyrir Blika Breiðablik laut í lægra haldi, 3-0, þegar liðið sótti Istanbul Basaksehir heim á Basaksehir Fatih Terim-leikvanginn í Istanbúl í seinni leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Istanbul Basaksehir vann einvígið samanlagt 6-1 og fer þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 11.8.2022 17:01 Íslendingalið Panathinaikos og Lilleström úr leik í Evrópu Þeir Hörður Björgvin Magnússon og Hólmbert Aron Friðjónsson voru í byrjunarliðum liða sinna er þau féllu úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 11.8.2022 19:30 Ísak Snær ekki með í Tyrklandi Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli. Íslenski boltinn 11.8.2022 17:15 „Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu. Fótbolti 11.8.2022 12:30 Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11.8.2022 07:00 Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn. Fótbolti 9.8.2022 23:30 Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Fótbolti 5.8.2022 11:31 Sjáðu mörkin í Kópavogi og hvernig Ari afgreiddi Pólverjana Ari Sigurpálsson skoraði glæsilegt mark fyrir Víkinga í gærkvöld þegar þeir unnu frækinn 1-0 sigur gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan. Breiðablik tapaði hins vegar 3-1 fyrir Istanbúl Basaksehir. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. Fótbolti 5.8.2022 10:30 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Fótbolti 5.8.2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. Fótbolti 4.8.2022 21:42 Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 21:30 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. Fótbolti 4.8.2022 18:00 Umfjöllun: Breiðablik-Istanbul Basaksehir 1-3 | Flott frammistaða Blika dugði ekki til Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Istanbul Basaksehir með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 18:00 Samúel Kári skoraði og lagði upp í stórsigri | Hólmbert og Hörður í brekku Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark norska liðsins Viking er liðið vann 5-1 stórsigur gegn írska liðinu Sligo Rovers í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Íslendingaliðin Lilleström og Panathinaikos eiga hins vegar erfið verkefni fyrir höndum í seinni leiknum eftir að hafa bæði tapað í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 19:02 „Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4.8.2022 14:00 „Höfum ekkert öryggisnet lengur“ Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, segir að Íslands- og bikarmeistararnir mæti brattir til leiks gegn Lech Poznan. Fótbolti 4.8.2022 11:01 „Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. Fótbolti 4.8.2022 10:00 „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. Fótbolti 3.8.2022 17:00 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 20 ›
Þýska toppliðið marði sigur og lærisveinar Mourinho töpuðu Evrópudeild UEFA í knattspyrnu hófst í kvöld með heilli umferð, en alls fóru 16 leikir fram. Þýska toppliðið Freiburg vann nauman 2-1 sigur gegn Qarabag frá Aserbaídsjan á meðan lærisveinar Jose Mourinho í Roma töpuðu 2-1 gegn Ludogorets Razgrad. Fótbolti 8.9.2022 21:19
Stefán Teitur og félagar hófu Sambandsdeildina á tapi Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg þurftu að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Anderlect til Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8.9.2022 18:36
Stefán Teitur mætir West Ham | Vaduz á möguleika Dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú rétt eftir hádegi. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg fara til Lundúna og mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United. Þá fer Björn Bergmann Sigurðarson til Írlands. Fótbolti 26.8.2022 12:15
Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Fótbolti 26.8.2022 07:32
Íslendingalið Viking úr leik eftir grátlegt tap Íslendingalið Viking frá Noregi missti af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu er liðið tapaði 1-3 á heimavelli gegn rúmenska liðinu FCSB í kvöld. Viking vann fyrri leik liðanna 2-1, en gestirnir frá Rúmeníu tryggðu sér samanlagðan 4-3 sigur með marki í uppbótartíma í kvöld. Fótbolti 25.8.2022 19:04
Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18.8.2022 20:26
Tveir leikmenn geta ekki spilað gegn West Ham vegna Brexit Viborg verður án tveggja leikmanna fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en þeir fá ekki landvistarleyfi fyrir ferðalaginu til Englands. Fótbolti 18.8.2022 07:01
„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. Fótbolti 13.8.2022 09:00
Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Íslenski boltinn 12.8.2022 12:30
Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 11.8.2022 23:16
Umfjöllun: Lech Poznan - Víkingur 4-1 | Ýttu þeim pólsku út á ystu nöf Víkingur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 4-1 tap fyrir Lech Poznan í framlengdum seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í kvöld. Póllandsmeistararnir unnu einvígið, 4-2 samanlagt, og Evrópuævintýri Íslands- og bikarmeistaranna er því lokið eftir átta leiki og frábæra frammistöðu. Fótbolti 11.8.2022 17:46
Patrik Sigurður varði víti er Viking fór áfram í Evrópu Norska knattspyrnuliðið Viking er komið áfram í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Sligo Rovers frá Írlandi. Það kom ekki að sök þar sem Viking vann fyrri leik liðanna 5-1 í Noregi. Fótbolti 11.8.2022 21:30
Umfjöllun: İstanbul Başakşehir-Breiðablik 3-0 | Tyrkneska liðið of stór biti fyrir Blika Breiðablik laut í lægra haldi, 3-0, þegar liðið sótti Istanbul Basaksehir heim á Basaksehir Fatih Terim-leikvanginn í Istanbúl í seinni leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Istanbul Basaksehir vann einvígið samanlagt 6-1 og fer þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 11.8.2022 17:01
Íslendingalið Panathinaikos og Lilleström úr leik í Evrópu Þeir Hörður Björgvin Magnússon og Hólmbert Aron Friðjónsson voru í byrjunarliðum liða sinna er þau féllu úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 11.8.2022 19:30
Ísak Snær ekki með í Tyrklandi Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli. Íslenski boltinn 11.8.2022 17:15
„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu. Fótbolti 11.8.2022 12:30
Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11.8.2022 07:00
Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn. Fótbolti 9.8.2022 23:30
Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Fótbolti 5.8.2022 11:31
Sjáðu mörkin í Kópavogi og hvernig Ari afgreiddi Pólverjana Ari Sigurpálsson skoraði glæsilegt mark fyrir Víkinga í gærkvöld þegar þeir unnu frækinn 1-0 sigur gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan. Breiðablik tapaði hins vegar 3-1 fyrir Istanbúl Basaksehir. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. Fótbolti 5.8.2022 10:30
Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Fótbolti 5.8.2022 07:31
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. Fótbolti 4.8.2022 21:42
Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 21:30
Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. Fótbolti 4.8.2022 18:00
Umfjöllun: Breiðablik-Istanbul Basaksehir 1-3 | Flott frammistaða Blika dugði ekki til Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Istanbul Basaksehir með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 18:00
Samúel Kári skoraði og lagði upp í stórsigri | Hólmbert og Hörður í brekku Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark norska liðsins Viking er liðið vann 5-1 stórsigur gegn írska liðinu Sligo Rovers í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Íslendingaliðin Lilleström og Panathinaikos eiga hins vegar erfið verkefni fyrir höndum í seinni leiknum eftir að hafa bæði tapað í kvöld. Fótbolti 4.8.2022 19:02
„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4.8.2022 14:00
„Höfum ekkert öryggisnet lengur“ Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, segir að Íslands- og bikarmeistararnir mæti brattir til leiks gegn Lech Poznan. Fótbolti 4.8.2022 11:01
„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. Fótbolti 4.8.2022 10:00
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. Fótbolti 3.8.2022 17:00