Meistaradeild Evrópu áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 06:31 Meistaradeildarbikarinn eftirsótti. vísir/getty Sýn hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa undirritað samning um sýningarrétt á leikjum Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar á Íslandi til næstu þriggja keppnistímabila. Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“