Allir þrír Evrópuleikir íslensku liðanna sýndir beint í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Valsmenn eru á heimavelli í kvöld og þurfa góð úrslit ætli þeir áfram í næstu umferð þar sem bíður skoska félagið St. Mirren. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þrjú íslensk félög hefja leik í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu en þetta eru lið Breiðabliks, Vals og Stjörnunnar. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira