Fiorentina og Olympiacos í kjörstöðu eftir mikla markaleiki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 21:23 Douglas Luiz klikkaði á vítaspyrnu undir lokin og tókst ekki að minnka muninn. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Fiorentina rétt marði 3-2 sigur gegn Club Brugge og Aston Villa tapaði 2-4 á heimavelli gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar. Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar.
Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira