Leigumarkaður

Fréttamynd

Leigj­endur afar ó­sáttir við ný­gerða kjara­samninga

Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðs­öxina

Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hús­næði er ekki leigu­hæft, og það viður­kenni ég“

Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara skít­hrædd hérna“

Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.

Innlent
Fréttamynd

Dökk ský á leigumarkaði

Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Heima er best - fyrir öll

Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

35 fer­metrar á 220 þúsund krónur

Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Á ein­hver heima í þessari í­búð?

Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Mest borgað fyrir leigu í austur­hluta Kópa­vogs

Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vindum ofan af skað­legri reglu­gerð ráð­herra um skamm­tíma­leigu

Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Alma leigufélag segir málið á mis­skilningi byggt

Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stæð móðir rukkuð um tvö­falda leigu

Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum í villta vestrinu“

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Innlent