Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 15:20 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira