Viðskipti innlent

Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða

Árni Sæberg skrifar
Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir eru meðal virkustu fjárfesta landsins.
Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir eru meðal virkustu fjárfesta landsins. Vísir

Heimar hf. hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir, fyrir alls 3.275 milljónir króna. Módelhús eru í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddsonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur.

Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að fasteignirnar fimm séu staðsettar utan skilgreindra kjarnasvæða Heima og sala þeirra samræmist stefnuáherslum félagsins.

Fasteignirnar sem um ræðir séu að Eyrartröð 2a, Norðurhellu 10 og Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði, auk fasteigna að Vatnagörðum 6 og Vatnagörðum 8, Reykjavík. Heildarfermetrafjöldi fasteignanna sé 8.962 fermetrar.

Hagnast um 351 milljón

Söluverð eignanna sé samtals 3.275 milljónir króna og áætlaður söluhagnaður 351 milljón króna. Núverandi leigutekjur eignanna nemi um 250 milljónum króna á ársgrundvelli. Söluandvirðið verði nýtt til fjárfestinga í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins.

Kauptilboðið sé háð hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars um ástandsskoðun og fjármögnun. Áætlað sé að kaupsamningar um fasteignirnar verði undirritaðir eigi síðar en í nóvember 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×