xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar 1. nóvember 2024 11:46 Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar