Viðskipti innlent

Alma sótti tvo milljarða

Árni Sæberg skrifar
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags.
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma

Alma íbúðafélag hf. hefur lokið útboði á nýjum skuldabréfaflokki sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir 2,1 milljarð króna.

Í tilkynningu Ölmu til Kauphallar segir að skuldabréfaflokkurinn, AL 210926, sé óverðtryggður og beri fljótandi vexti tengdum þriggja mánaða REIBOR vöxtum að viðbættu 1,40 prósent vaxtaálagi. Lokagjalddagi flokksins sé 21.september 2026. Skuldabréfaflokkurinn sé veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Stefna á endurfjármögnun

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verði varið til endurfjármögnunar á núverandi skuldum félagsins.

Greiðslu- og uppgjörsdagur sé fyrirhugaður föstudaginn 20. september 2024 og í kjölfarið verði sótt um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf..

Landsbankinn hafi haft umsjón með sölu skuldabréfanna og töku skuldabréfanna til viðskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×