Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar

Fréttamynd

„Mér fannst skömmin vera svo mikil“

Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins 1979 segir að forstöðumaður heimilisins hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Hann og aðrir segja að skelfilegt ofbeldi hafa átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna meðan þeir dvöldu þar.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð fórnar­lamba kaþólskra presta á Spáni

Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Erlent
Fréttamynd

Á þriðja hundrað þúsund börn mis­notuð af kaþólskum prestum

Um það bil 216 þúsund börn hafa verið mis­notuð af kaþólskum prestum í Frakk­landi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar mis­notkun af hálfu annarra með­lima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niður­staða nýrrar rann­sóknar­skýrslu sem birt var í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kardináli ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi

Theodore McCarrick, fyrrverandi kardináli í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á táningsdreng árið 1974. Hann er sakaður um að hafa meðal annars káfað á sextán ára dreng og brotið gegn honum á annan hátt í nokkur ár.

Erlent
Fréttamynd

Banna prestum að misnota fullorðna

Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna

Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Erlent